Framhaldið af hinni geysivinsælu Spy Kids sem sló í gegn 2001. Ævintýrið heldur áfram fyrir alla fjölskylduna. Með aðalhlutverk fara sem fyrr Antonio Banderas, Carla Gugino, Alexa Vega, Daryl Sabara og Steve Buscemi.
Frumsýnd 31. Jan. 2003.
Þegar Switchblade, tæknilegasta og leynilegasta flugvél sem framleitt hefur verið, er stolið frá bandarískum stjórnvöldum, er einn besti njósnarinn settur í málið, Alex Scott (Owen Wilson). Það síðasta sem hann bjóst við var að fá hrokafullan borgara, heimsmeistarann í boxi, Kelly Robinson (Eddie Murphy), með sér í leynilega njósnaferð. Verkefni þeirra er einfalt - hæfileikar og húmor - að ná Arnold Gundar, einum hættulegasta vopnasala veraldar, og stöðva áætlanir hans með flugvélina. Geggjuð gaman-spennumynd með tveimur frábærum leikurum. Frumsýnd 7. febrúar í Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri.
Frábær söngleikur í anda Moulin Rouge sem gerist í Chicago árið 1920 þar sem allt er nánast leyfilegt! Myndin segir frá söngdísinni Velmu Kelly sem leikin er af hinn gullfallegu Catharine Zetu-Jones og draumórastúlkunni Roxanne "Roxie" Hart sem leikin er af hinni hæfileikaríku Renée Zellweger sem báðar sitja inn í fangelsi fyrir morð. Velma drap eiginmanninn sem hélt framhjá og Roxie skaut kærastann í æðiskasti þó hún væri sjálf gift!. Nú eru góð ráð dýr og leynast þau í lögfræðinginum Billy Flynn (leikinn af Richard Gere). Enn hann er ekki allur þar sem hann er séður. Tilnefnd til 8 Golden Globe verðlauna og fékk þrjú.