Leikstjóri: John McTiernan Aðalhlutverk: Bruce Willis, Hans Gruber og Bonnie Bedelia. Lengd: 131 mín Aldurstakmark: 16 ára. Útgáfuár: 1988
Frábær spennumynd með Bruce Willis í aðalhlutverki. Hér leikur hann lögreglumann sem leggur sig allan fram í starfi og stundum meira en það og lætur hryðjuverkamennina hafa það óþvegið. Hryðjuverkamennirnir hafa yfirtekið byggingu í Los Angeles, FBI er kallað til hjálpar en John McClane (Willis) hefur önnur áform í huga.