|
Scream |
Útgefandi: |
MIRAMAX |
Verð: 1.499,- |
Vörunúmer:
|
4963M
|
Bónusklúbbsverð: 1.349,-
|
|
|

|
|
Um myndina:
Öskraðu eins hátt og þig lystir …
Scream er eftir leikstjórann Wes Craven sem hefur á undanförnum árum skapað sér nafn sem einn helsti spennumyndaleikstjóri kvikmyndanna og frá honum hafa komið feikivinsælar myndir eins og Nightmare in Elm Street-myndirnar og The Hills Have Eyes. Og það er óhætt að segja að Scream sé spennandi - margir öskra Sidney (Neve Campell) á við fleiri vandamál að glíma en flestir aðrir táningar. Móðir hennar var myrt fyrir einu ári, faðir hennar er í viðskiptaferð og unnusti hennar þrýstir á hana með að koma með sér í rúmið í fyrsta sinn. Það er því ekki á bætandi þegar eitursnjall brjálæðingur og morðingi tekur að valda skelfingu og uppnámi í litla bænum þar sem Sydney og félagar hennar eiga heima. Með óþolandi nákvæmni notar hann senur úr þekktum spennu- og hryllingsmyndum til að ginna fórnarlömb sín í dauðagildru sína án þess að lögreglan finni neina vísbendingu um hver hann sé. Og það er ekki heldur á bætandi hjá Sydney þegar fréttakona ein, Gale Weathers (Courtney Cox), dúkkar upp á svæðinu, en hún hafði einmitt baðað sig í sviðsljósinu eftir dauða móður Sydney með því að skrifa bók um málið. Lögreglustjóranum á staðnum, Dewey, sem á hinum mestu vandræðum með að fá botn í tilgang morðingjans, líkar það miður vel að Gale sé að blanda sér í rannsóknina því hún staðhæfir það að geðsjúklingurinn og morðingi móður Sydney sé einn og sami maðurinn.
Aðalhlutverk: Courtney Cox, Neve Campell og Skeet Urich Leikstjóri: Wes Craven Lengd: 117 mín. Aldurstakmark: 16 ára
|
Umsagnir
Egill örn Egilsson |
|
Besta mynd Wes Craven og það segir allt sem segja þarf. (12.4.2000) |
|
|