Demi Moore segist nú vera gjörsamlega á
nippinu með að skrifa undir samning þess efnis að hún fari með eitt
aðalhlutverkanna í Charlie's Angels 2.
Þar verða einnig sömu englar og í fyrri myndinni, þær Drew Barrymore, Cameron
Diaz og Lucy Liu en Demi Moore kemur til með að fara þarna með hlutverk "Fallins
Engils" sem snúist hefur yfir í það að vera "vond stelpa". ...Skamm Demi!
Demi hefur aðeins leikið í einni almennilegri kvikmynd á undanförnum fimm
árum en þar á undan lék hún í Indecent Proposal og Ghost. Það verður laglegur
hellingur af flottum leikurum í Charlie's Angels 2 en þar á meðal eru: Bernie
Mac, Luke Wilson, Crispin Glover, Matt LeBlanc, Jaclyn Smith og Justin Theroux.
Tökur hefjast í næsta mánuði, en myndin er áætluð til frumsýninga sumarið
2003.