Eins og við höfum skýrt frá, rak Arnold "hinn Svæsni"
umboðsmenn sína hjá William Morris á dögunum, en nú er hann kominn á mála hjá
CAA umboðsskrifstofunni en á þeim bænum vinna menn nú ötullega að því að gerð
verði framhald af Conan the Barbarian og True Lies
2 .
Schwarzenegger er núna að vinna við Terminator
3 sem ber undirtitilinn "Rise Of The Machines" eða "Upprisa vélanna",
þar sem hann fer með hlutverk vélmennisins T-800 sem er algjör dúlla. Það er
Jonathan Mostow sem leikstýrir T-3, en hann gerði einnig U-571. Arnold sem fær
um 30 milljónir dollara fyrir að leika í Terminator-myndinni segist vonast til
að gamli vinur hans James Cameron muni taka að sér að leikstýra True Lies 2, ef
af verður.
Síðasta stórmyndin sem þessi massaði drjóli lék í, var End Of
Days það sem hann kjökraði eins og aumingi í lok myndarinnar, en sú mynd gerði
yfir 200 milljónir dollara á heimsvísu. Collateral Damage slefaði í 80 milljónir
dollara en slæmt gengi hennar var rakið til hörmunganna 11.september. Það er því
nauðsynlegt fyrir hann að eiga "come-back" fljótlega, svo stjarna hans slokkni
ekki alveg.
Og líklega er besta leiðin til þess, að koma með framhald af
risa-myndunum sínum.