Tom Hanks hefur nú tilkynnt að hann sé hættur að
leikstýra myndum í bili og að hann muni nú eftirláta Steven Spielberg
það frekar að leikstýra myndunum fyrir sig.
Nýjasta mynd Hanks, Road To Perdition
eða Leiðin til Glötunnar verður frumsýnd hér í Nóvember næstkomandi en hún
hefur fengið hreint framúrskarandi dóma og hefur verið orðuð við Óskar.
Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendez, en hann leikstýrði einnig
American Beauty
.
Hanks segir ástæðu þess að hann sé hættur leikstjórn vera sú að hann eigi
börn í uppvexti og stóra fjölskyldu og það fari einfaldlega ekki saman að vera
leikstjóri sem aldrei er heima og að ala börn. Leikstjórar beri miklar birgðar á
herðum sér og þá sjaldan að þeir eru heima, séu þeir óþolandi af stressi og
áhyggjum yfir því hvernig verk þeirra muni koma út í aðsókn og áhorfi.
Hann sé því að taka þessa ákvörðun af persónulegum ástæðum eingöngu og menn
þurfi ekkert að velta sér frekar upp úr því