Grunn-vinna við lokakafla Star Wars-sögunnar er
hafin en samkvæmt upplýsingum frá einum framleiðenda myndarinnar, Rick
McCallum er búið að setja saman svokallað "Sköpunar-teymi" eða hóp
"hugmynda-drjóla" en þessi nörda-grúppa hefur þrjú ár til að fá almennilegar
hugmyndir um hvernig standa eigi að gerð myndarinnar, og hvað eigi að koma fyrir
í henni.
Það verður ábyggilega enginn leikur fyrir greyin að
standa í því, ekki síst vegna þess að Goggi Lúkas sjálfur er
ekki búinn með handritið af myndinni og segir að gerð þess ljúki ekki fyrr en að
næsta ári.
Myndin verður svo ekki sýnd fyrr en 2005, og að
sjálfsögðu í betra bíóinu sem sýnir átta af tíu aðsóknarmestu kvimyndunum í
Bandaríkjunum þessa vikuna.....