Monty Python-stjarnan og James Bond-drjólinn John
Cleese
hefur skrifað undir samning þess efnis að hann muni leika í
"Englunum hans Kalla, Tvö" en þar mun hann fara með hlutverk föður eins
engilsins en það vekur einmitt athygli að þessi engill er leikinn af Lucy Liu
sem fyrst gerði garðinn frægan í Ally McBeal.
Lucy er víst svo mikill aðdáandi Johns gamla að hún heldur hvorki vatni né
vessum yfir þessu en hún fær að vera í nálægð við þetta átrúnaðargoð sitt í
heila viku meðan á tökum stendur.
Cleese er nú nýbúinn að leika í frekar glataðri mynd með Eddie Murphy, Pluto
Nash en hann hefur alveg efni á að leika annað slagið í lélegum myndum, því hann
er svo góður karlinn.
Næsta mynd sem hann sést í hér verður þegar hann
kemur fram í nýjustu James Bond
-myndinni í hlutverki arftaka "Q" sem var tæknistjóri í "brelludeild"
Bresku leyniþjónustunnar.