|
|
|
|
|
Vantar þig svar? Finnur þú ekki það sem þú leitar að?
Smelltu hér
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Breytingar í Regnboganum (9/12) |
|
Breytingar í Regnboganum
Miklar breytingar hafa verið gerðar í
Regnboganum undanfarnar vikur og hefur
Smárabíó
verið haft að leiðarljósi þar. Í fyrsta lagi hafa verið sett inn ný
sæti í alla sali ( þau sömu og eru í Smárabíói) en sætin þar hafa komið
sérstaklega vel út hvað varðar þægindi. Sætin eru breiðari en áður og með
hallandi baki.. Einnig hefur bil milli bekkja verið aukið í 110 cm , sem er það
sama og í Smárabíói. Salirnir hafa verið stallaðir meira og því mun betra að sjá
á tjaldið. Bekkjum hefur einnig verið fækkað og fremstu bekkjaröðum sleppt. Ný
tjöld hafa verið sett upp ásamt nýjustu gerðum af linsum sem auka skarpleika og
birtu myndar. Sýningarvélar hafa verið endurnýjaðar til að tryggja
rekstraröryggi. Hljóðkerfi hefur verið endurbætt og Dolby Digital verið sett í
alla sali. Anddyrið hefur fengið mikla upplyftingu og fullkomnum
afgreiðslukerfum komið fyrir bæði í miða og sælgætissölu til að flýta fyrir
afgreiðslu. Sætaframboð í hverjum sal hefur minnkað til móts við aukin þægindi
og ætti því að vera auðveldara að fá bílastæði.
|
|
|
|
|