01. Í útvarpinu heyrði ég lag 02. Riddari götunnar 03. Vertu ekki að plata mig 04. Er það satt sem þeir segja.... 05. Nesti og nýja skó 06. Stjarna björt á himni skýn 07. Tjúllum og tjei 08. Ég þekki þig 09. Með Haley lokk og augað í pung 10. Seðill
11. Lífið yrði dans 12. Þú ert sú eina 13. Hula hopp 14. Hermína 15. Tjúttað í hlöðunni 16. Laugardagskvöld 17. La la la 18. Nei nei ekki um jólin 19. Lúnaður gaur 20. Vegir liggja til allra átta
Um plötuna:
HLH flokkinn skipa bræðurna Halla og Ladda og Björgvin Halldórsson sem er betur þekktur sem Bo Hall. HLH syngja Doo-Wopp lög í anda American Graffiti og Grease. Þeir klæðast ledderum, hvítum T-bolum og að sjálfsögðu gallabuxum, nota brilljantín, greiða hárið í píku og ganga undantekningalaust í þotuskóm. Lögin á þessari plötu ættu allir að kannast við, þarna má finna smelli eins og Riddari götunnar, Í útvarpinu heyrði ég lag, Vertu ekki að plata mig, Seðill og Er það satt sem þeir segja um landann. Frábær plata sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.