01. Upphafslag 02. Komnir til Þingvalla 03. Marco Polo 04. Sigling á Öxará 05. Ævintýrið um Ferdinand Magellan 06. Lok, lok og læs 07. Peningagjáin 08. Jói og baunagrasið 09. Allsbera ævintýrið á brúnni 10. Lars á Mars
11. Lautarferð með Livingstone 12. Í dýragarð ég fer 13. Eldvagninn 14. Loksins Lögberg! 15. Þingvallasöngur 16. Ævintýrið um Leif heppna 17. Bless Þingvellir og Öxar við ána 18. Einu sinni á ágústkvöldi 19. Ég er að baka
Um plötuna:
Þeir Gunni og Felix njóta stöðugra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Hér senda þeir frá sér nýja plötu (einnig til á kassettu) þar sem þeir fara í skemmtilegan og fróðlegan ferðaleik með krökkunum og blanda í hann léttum lögum og sniðugum uppákomum.
Þetta er þriðja plata þeirra félaganna Gunna og Felix. Þá kappa er líklega óþarfi að kynna en þeir voru vikulegir gestir í öllum sjónvörpum barnaherbergja landsins hér fyrir örfáum árum. Á þessari plötu gerast þeir félagar landkönnuðir og hefja ferðina á Þingvöllum, en fara þaðan með TF-Hugarflugi til framandi heima og feta í fótspor landkönnuða á borð við Magellan, Marco Polo, Dr.Livingstone, Leifs Eiríkssonar og margra fleiri. Þetta er vönduð og góð plata sem ætti að falla vel í geð barna á öllum aldri.
Ef þig vantar skemmtun sem bæði þú og barnið þitt geta notið saman, þá er Landkönnuðir með Gunna og Felix þinn farkostur. Ef ég ætti pening, þá mundi ég kaupa 10 og gefa allri fjöldskylduni. (6.10.1999)