Stúlkan með flauelsröddina. Í fyrsta sinn á geislaplötu heyrist djúp altrödd hinnar ástsælu söngkonu Elsu Sigfúss. Lögin sem hún syngur náðu miklum vinsældum og átti hún einn stærsta hlustendahóp allra söngvara í Danmörku í byrjun fimmta áratugarins. Úrval af léttum, ljúfum lögum sem spanna allan söngferil Elsu frá 1937 til 1962. (Skrifað 2. desember 1999).