Hrekkjusvínin tóku Lög unga fólksins upp snemmsumars 1977 í góðu veðri í Firðinum. Allan texta samdi Pétur Gunnarsson. Tónlist sömdu Leifur Hauksson og Valgeir Guðjónsson. Þetta er plata sem margir hafa beðið eftir með óþreyju í á annan áratug! (október 1998)
Meistaraverk! Húmorinn og gleðin sem skín í gegn á þessari plötu á vart sinn líka, nema ef vera skyldi í kvikmyndinni Með allt á hreinu. (13.3.2000)
Herdís Anna Jónasdóttir
Ég man þegar ég var lítil að amma mín & afi áttu þessa plötu. Þetta var alveg uppáhaldið mitt, bæði vegna þess að tónlistin var svo skemmtileg og svo fannst mér svo gaman að skoða þetta flotta plötuhulstur... Þegar þetta var allt gefið út á geisladiski þá bara varð ég að eignast þetta. Varð síðan svo heppin að fá hana í jólagjöf :). En ég vil bara segja að þetta er meiriháttar plata og allir ættu að hlusta á hana og helst að eiga! (29.4.2000)